Lionel Messi skoraði í ellefta deildarleiknum í röð og það fjögur mörk alls í 5-1 sigri Barcelona á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona var 3-1 yfir í hálfleik.
Það voru aðeins 11 mínútur liðnar þegar Messi skoraði fyrsta mark leiksins. Raoul Loe jafnaði metin með góðu skoti á 24. mínútu en fjórum mínútum síðar kom Messi Barcelona yfir á ný með marki úr vítaspyrnu.
Alejandro Arribas fékk rautt spjald þegar vítið var dæmt á hann og eftirleikurinn í raun auðveldur fyrir Barcelona.
Messi skoraði tvö mörk á þremur mínútum snemma í seinni hálfleik og það lét Barcelona duga að þessu sinni.
Barcelona er enn með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar með 55 stig. Osasuna er í 18. sæti með 18 stig.
Messi með fjögur í öruggum sigri

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

