Gerard Pique, miðvörður Barcelona, og kólumbíska söngkonan Shakira Mebarak eignuðust son í gærkvöldi en Milan Pique Mebarak kom í heiminn 24 mínútu í tíu að staðartíma.
Í frétt á heimasíðu Shakiru kom fram að Milan Pique Mebarak hafi þegar verið skráður í FC Barcelona eins og faðir hans og að bæði móður og barni heilsist vel. Gerard Pique er uppalinn hjá Barcelona og afi hans var varaformaður félagsins á sínum tíma.
Gerard Pique er 25 ára og tíu árum yngri en Shakira og er þetta þeirra fyrsta barn. Þau hittust fyrst vorið 2010.
Shakira og Gerard Pique eignuðust son í gærkvöldi

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn