Fótbolti

Vilanova næstu tíu daga á spítala í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tito Vilanova.
Tito Vilanova. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, kvaddi leikmenn sína í gær en hann flaug í framhaldinu til New York borgar þar sem hann mun verða í krabbameinsmeðferð út mánuðinn. Barcelona-liðið sendi hann ekki með sigur í farteskinu því liðið tapaði sínum fyrsta leik um helgina þegar liðið lá á móti Böskunum í Real Sociedad.

Aðstoðarmaður Vilanova hjá Barcaelona, Jordi Roura, mun taka við stjórn Barcelona-liðsins þessa tíu daga sem Vilanova verður í burtu alveg eins og hann gerði í desember síðastliðnum þegar Vilanova fór undir hnífinn.

Vilanova verður að þessi sinni í krabbameinsmeðferð á Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York í Bandaríkjunum sem er ein frægasta og virtasta meðferðastofnum við krabbameini í heiminum. Hann hefur sett stefnuna á það að koma til baka fyrir leik liðsins á móti Valencia en þessa tíu daga mun hann ganga í gegnum stífa geisla- og lyfjameðferð.

Heimasíða Barcelona segir að Tito Vilanova hafi kvatt alla leikmenn liðsins með faðmlagi en annars voru ekki mörg orð sögð á þessari tilfinningamiklu kveðjustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×