Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang 8. febrúar 2013 15:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins. Mynd/ GVA. Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira