Kolbeinn Sigþórsson ber fyrirliðaband íslenska fótboltalandsliðsins í fyrsta sinn í kvöld þegar Ísland mætir Rússlandi í vináttulandsleik á Marabella á Spáni en leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og á Boltavakt Vísis.
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, tilkynnti áðan byrjunarlið Íslands í þessum leik sem er sá fyrsti hjá liðinu á þessu ári.
Kolbeinn tekur við fyrirliðabandinu af Aroni Einari Gunnarssyni sem missir af leiknum vegna meiðsla.
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson eru á köntunum í leiknum en inn á miðjunni eru þeir Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason. Það er því sókndjörf uppstilling hjá Lars Lagerbäck í þessum leik.
Þetta er líka í fyrsta sinn sem Kolbeinn og Alfreð Finnbogason byrja saman í framlínunni síðan að Lars tók við íslenska landsliðinu.
Byrjunarlið Íslands í leiknum:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Miðverðir: Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson
Tengiliðir: Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason
Hægri kantur: Eiður Smári Guðjohnsen
Vinstri kantur: Gylfi Þór Sigurðsson
Framherjar: Kolbeinn Sigþórsson, fyrirliði og Alfreð Finnbogason
