Lækka skatta og afnema höftin 24. febrúar 2013 18:05 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf). Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira
41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf).
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira
Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27
Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41
Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18
Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57