Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid sem rétt marði Celta de Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik.
Það var markalaust í hálfleik en leikurinn lifnaði við þegar Ronaldo kom Real Madrid yfir á 61. mínútu.
Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Iago Aspas metin en Ronaldo átti lokaorðið í leiknum þegar hann tryggði Real Madrid sigurinn á 72. mínútu.
Real Madrid lyfti sér þar með upp í annað sætið, tímabundið a.m.k. en liðið er nú með 58 stig, 13 stigum á eftir Barcelona.
Celta de Vigo er í næst neðsta sæti með 23 stig.
