Vill klára málið eftir kosningar 2. mars 2013 18:30 Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili. Kosningar 2013 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili.
Kosningar 2013 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira