Innlent

Atli og Bjarni vinna að stofnun framboðslista

Atli Gíslason og Bjarni Harðarson vinna nú að stofnun framboðslista fyrir þingkosningarnar sem fara fram í lok næsta mánaðar.

Á fréttavefnum Suðurfrettir.is segir að Bjarni hafi verið á Eyrarbakka á föstudaginn að safna undirskriftum til að geta sótt um listabókstarf fyrir framboðið og það sama hafi nokkrir ungir menn gert fyrir framan Krónuna á Selfossi.

Í samtali við fréttastofu vildi Atli ekki tjá sig um málið, en spurður hvort að rétt væri að þeir félagar væru að vinna að listanum sagði hann: „Við Bjarni tölum oft saman" og vísaði á Bjarna.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna.

Atli Gíslason hefur verið þingmaður frá árinu 2007, bæði fyrir VG og utan flokka. Bjarni Harðarson var þingmaður Framsóknarflokksins í tvö ár, eða frá 2007 til 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×