Eigum að hætta að tuða í dómaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 12:15 Aron Einar Gunnarsson Mynd/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði vonast til að endurheimta sæti sitt í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld. Aron var í banni í síðasta leik en verður væntanlega á sínum stað á miðjunni þegar flautað verður til leiks í kvöld. Hann segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Undirbúningurinn hefur verið góður enda allir heilir og flottir," sagði Aron Einar sem þurfti að fylgjast með þegar að Ísland tapaði fyrir Sviss í haust. „Það var erfitt að sitja upp í stúku og horfa upp á tap en nú er ég kominn aftur og hlakka til að taka þátt." „Ég reikna með að þetta verði keyrsla fyrir okkar leikmenn í kvöld. Slóvenar eru með sókndjarfa bakverði og það verður að vera vinnsla í okkar liði á öllum vígstöðum ef við ætlum að ná einhverju úr þessum leik." „En við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið og halda marga fundi. Við vitum hvað við erum að fara út í." Strákarnir hafa lent í basli með gulu spjöldin en alls eru þrír Íslendingar í banni í kvöld - Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson. „Lars hefur ítrekað við okkur að forðast allt tuð í dómurum og annað sem gæti kostað gult spjald. Menn geta fengið gul spjöld, til dæmis fyrir brot sem áttu ekki að verðskulda áminningu," sagði hann og brosti. Aron Einar fagnar þeirri samkeppni sem er komin í íslenska landsliðið og segir hana meiri en verið hefur undanfarin ár. „Það eru fleiri leikmenn að spila í stórum deildum og samkeppnin er af hinu góða. Hún heldur manni á tánum," segir Aron. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði vonast til að endurheimta sæti sitt í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld. Aron var í banni í síðasta leik en verður væntanlega á sínum stað á miðjunni þegar flautað verður til leiks í kvöld. Hann segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Undirbúningurinn hefur verið góður enda allir heilir og flottir," sagði Aron Einar sem þurfti að fylgjast með þegar að Ísland tapaði fyrir Sviss í haust. „Það var erfitt að sitja upp í stúku og horfa upp á tap en nú er ég kominn aftur og hlakka til að taka þátt." „Ég reikna með að þetta verði keyrsla fyrir okkar leikmenn í kvöld. Slóvenar eru með sókndjarfa bakverði og það verður að vera vinnsla í okkar liði á öllum vígstöðum ef við ætlum að ná einhverju úr þessum leik." „En við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið og halda marga fundi. Við vitum hvað við erum að fara út í." Strákarnir hafa lent í basli með gulu spjöldin en alls eru þrír Íslendingar í banni í kvöld - Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson. „Lars hefur ítrekað við okkur að forðast allt tuð í dómurum og annað sem gæti kostað gult spjald. Menn geta fengið gul spjöld, til dæmis fyrir brot sem áttu ekki að verðskulda áminningu," sagði hann og brosti. Aron Einar fagnar þeirri samkeppni sem er komin í íslenska landsliðið og segir hana meiri en verið hefur undanfarin ár. „Það eru fleiri leikmenn að spila í stórum deildum og samkeppnin er af hinu góða. Hún heldur manni á tánum," segir Aron.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira