Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili 7. apríl 2013 12:17 Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti. Kosningar 2013 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira