Fleiri frambjóðendur dæmdir - meðal annars fyrir líkamsárás Helga Arnardóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir skrifar 14. apríl 2013 19:33 Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46