Utanríkisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan 13. apríl 2013 13:37 Bjarni á fundinum í dag. Össur segir flokkinn ekki stjórntækan. „Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent