Spurning hvort að Bjarni hafi sagt of mikið Boði Logason skrifar 12. apríl 2013 11:06 "Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. „Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“ Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“
Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira