"Mikilvægur sigur fyrir flokkinn og þjóðina" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 20:49 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. „Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“ Kosningar 2013 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“
Kosningar 2013 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira