Þögul Jóhanna virti blaðamenn ekki viðlits 28. apríl 2013 15:36 Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson
Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira