Þrír Píratar ná inn á þing samkvæmt lokatölum. Birgitta Jónsdóttir er eini nýi þingmaðurinn en auk hennar ná Jón Þór Ólafsson inn kjöri í Reykjavík suður og Helgi Hrafn Gunnarsson í Reykjavík norður.
Einungis tveir nýir flokkar fengu kjörna menn á þing. Auk Pírata var það Björt Framtíð sem fékk sex þingmenn. Á meðal nýkjörinna þingmanna Bjartrar Framtíðar er Óttar Proppe borgarfulltrúi, Björt Ólafsdóttir nær líka kjöri á þing fyrir Bjarta Framtíð, Páll Valur Björnsson og Brynhildur Pétursdóttir. Þeir Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson eru líka í þingflokki Bjartrar Framtíðar.
Þetta eru þingmenn nýju flokkanna
Jón Hákon Halldórsson skrifar
