Björt Ólafsdóttir, fyrsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær kjöri inn á þing eins og staðan er nú klukkan ellefu. Hið sama er að segja um Róbert Marshall sem leiðir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hér fyrir ofan má sjá viðtal Þorsteins Joð við Björt sem tekið var fyrr í kvöld.
Í Reykjavík norður fá eftirtaldir flokkar menn kjörna á þing.
Björt Framtíð 1
Framsóknarflokkurinn 2
Sjálfstæðisflokkurinn 3
Samfylkingin 2
VG 2
Píratar 1
Í Reykjavík suður er staðan svona
Björt Framtíð 1
Framsóknarflokkurinn 2
Sjálfstæðisflokkur 3
Samfylkingin 2
VG 2
Píratar 1
Björt nær kjöri á þing
Jón Hákon Halldórsson skrifar