Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra nær kjöri inn á Alþingi, samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi. VG nær tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu, Píratar ná einum manni inn á þing og einnig Björt Framtíð. Framsóknarflokkurinn nær þremur mönnum inn í kjördæminu, Samfylkingin tapar tveimur mönnum af þingi en Sjálfstæðismenn eru stærsti flokkurinn í kjördæminu með fjóra menn kjörna.

