Nýjustu tölur um kjörsókn hafa borist og eru þær frá því klukkan 20 í kvöld.
Á eftir atkvæðafjölda sjáum við kjörsókn í kjördæminu í prósentum. Innan sviga er svo kjörsóknin klukkan 20 árið 2009.
Reykjavík norður - Á kjörskrá: 45.569 - Atkvæði greidd: 27.093 / 59,45% (67,02%)
Reykjavík suður - Á kjörskrá: 45.204 - Atkvæði greidd: 28.098 / 62,2% (69,0%)
Suðvesturkjördæmi - Á kjörskrá: 63.154 - Atkvæði greidd: 40.514 / 64,2% (71,2%)
Norðvesturkjördæmi - Á kjörskrá: 21.340 - Atkvæði greidd: 13.440 / 62,98% (uppl. vantar)
Suðurkjördæmi - Á kjörskrá: 33.641 - Atkvæði greidd: 21.992 / 65,4% (69,7%)
Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi tekur ekki saman tölur yfir daginn en þegar tölur úr fjórum stærstu svæðum innan kjördæmisins voru teknar saman klukkan 15, höfðu 8113 greitt atkvæði, eða 27,9 prósent.

