Ef landið væri eitt kjördæmi myndu öll framboðin ná manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:40 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór. Kosningar 2013 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór.
Kosningar 2013 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira