Gagnrýnir Ögmund fyrir flugvallarsamning Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2013 12:30 Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur. Kosningar 2013 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur.
Kosningar 2013 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira