Katrín Jónsdóttir og félagar hennar í Umeå IK FF unnu 4-0 heimasigur á botnliði Sunnanå SK í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í kvöld. Umeå hefur nú unnið tvö leiki í röð með Katrínu í vörninni.
Lina Hurtig skoraði fyrstu þrjú mörk Umeå-liðsins í leiknum, það fyrsta á 20. mínútu en hin tvö sitthvorum megin við hálfleikinn. Varamaðurinn Hanna Sandström innsiglaði síðan sigurinn á 75. mínútu.
Katrín Jónsdóttir lék fyrstu 69 mínútur leiksins en var tekin af velli í stöðunni 3-0. Katrín er að koma til baka eftir meiðsli og sýndi mikilvægi sitt í þessum leik.
Katrín hefur spilað þrjá leiki með Umeå á þessari leiktíð, liðið hefur unnið tvo þá síðustu en gerði jafntefli í þeim fyrsta. Liðið hefur aftur á móti aðeins náð í samtals eitt stig í þremur leikjum sínum án íslenska landsliðsfyrirliðans.

