Danski skartgripaframleiðandinn Pandóra hefur lagt fram rjómauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Hagnaður eftir skatta nam 438 milljónum danskra kr. eða um 9,2 milljörðum kr. Þetta er 100 milljónum danskra kr. meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra.
Seljendalánið sem Seðlabankinn veitti kaupendum FIH bankans árið 2010 er að hluta til bundið við gengi Pandóru, eða raunar fjárfestingasjóðsins Axcel sem er stærsti eigandi Pandóru. Seðlabankinn á töluverðra hagsmuna að gæta að Pandóru gangi vel. Sjá hér.
Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að gengi á hlutum í Pandóru hafi hækkað verulega í kjölfar uppgjörsins séu nú að nálgast útboðsgengið árið 2010, þegar Pandóra var sett á markað. Sökum þessa gæti nú verið lag fyrir eigendur Pandóru að selja hluti sína.
Gengi Pandóru hefur verið mjög brösótt frá því fyrirtækið var skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Um tíma í fyrra leit framtíðin verulega illa út. Sjá hér.
Í dag er staðan önnur eins og fyrr segir og gengi hluta í Pandóru er að nálgast 210 danskar kr. sem var útboðsgengið.
Það er þó ekki víst að Axcel sjóðurinn selji hlut sinn í Pandóru. Jyllands Posten hefur eftir greinenda hjá Sydbank að það gæti verið skynsamlegt að halda hlutunum enn um sinn því allar líkur séu á að hlutir í Pandóru muni frekar hækka í verði en lækka eftir því sem líður á árið.
Hagur Pandóru, og Seðlabanka Íslands, vænkast verulega

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent
