Fótbolti

Fabregas: Ég á heima hjá Barcelona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cesc Fabregas
Cesc Fabregas Mynd / Getty Images

Cesc Fabregas, leikmaður Barcelona, virðist ekki hafa mikinn áhuga á því að færa sig um set yfir til Manchester United.

Þessi frábæri miðjumaður hefur verið orðaður við Englandsmeistarana að undanförnu en hann virðist ekki vera á þeim buxunum að yfirgefa Barca.

Fabregas náði ekki að vinna sér inn fast byrjunarliðssæti með Barcelona á tímabilinu og því byrjuðu sögusagnir þess efnis að leikmaðurinn vildi fara frá félaginu.

Þessi fyrrum leikmaður Arsenal tjáði sig um málið í spænsku útvarpi í vikunni.

„Það er með ólíkindum þegar fólk hreinlega býr til svona sögursagnir,“ sagði Fabregas.

„Ég hef aldrei opnað munninn varðandi það að ég sé að yfirgefa liðið. Mér líður gríðarlega vel hér og það hefur kostað mig mikla vinnu að komast á þennan stað, ég er því ekkert á leiðinni frá félaginu.“

„Ég er að upplifa draum allra knattspyrnumanna að spila fyrir Barcelona. Það hefur verið mín ósk síðan ég var lítill drengur og ég mun ekki kasta því svo auðveldlega frá mér. Ég á heima hjá Barcelona.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×