Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur staðfest að félagið hafi samið við Isco frá Malaga.
„Við erum búnir að ná samkomulagi við klúbbinn og leikmanninn sjálfan einnig. Hann verður kynntur til leiks ásamt því að gangast undir læknisskoðun í byrjun næstu viku,“ sagði Perez í samtalið við The Sun.
Isco gerir fimm ára samning við Real Madrid en lengi vel var talið að leikmaðurinn myndi fara til Manchester City.
Carlo Ancelotti tók við Real Madrid í vikunni og vill hann ólmur klófesta Isco.
„Það sem ég hef séð af leikmanninum þá hefur hann mikla hæfileika,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi.
„Það eru margir stórkostlegir leikmenn í U-21 landsliðið Spánar og hann er einn af þeim. Hann gæti komist í hvaða lið sem er og okkur hlakkar til að fá leikmanninn til Real Madrid.“
Perez staðfestir komu Isco til Real Madrid
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti





Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn