Láta veðrið ekki á sig fá Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. júlí 2013 11:53 Frá hlaupinu í fyrra. Þá viðraði mun betur en í ár. Galvaskir hlaupakappar láta veðrið þó ekki á sig fá. Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira