Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Helga Vala Helgadóttir og Héraðsdómslögmaður skrifa 22. júlí 2013 00:01 Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun