Golf

Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Mynd/GVA
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur mun leika lokahringinn á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fram fer á Spáni en mótinu lýkur á morgun. Hann er eini íslenski kylfingurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur Águst lék í dag á 72 höggum sem skilaði honum inn fyrir niðurskurðarlínuna sem er tíu högg yfir pari. Guðmundur Ágúst kom inn á níu höggum fyrir pari og er í 48. sæti á mótinu. Þetta var besti hringur hans á mótinu.

Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur var einnig nálagt því að komast í gengnum niðurskurðinn en skolli á 17.holu og skrambi á 18.holu gerðu þá drauma að engu. Haraldur Franklín spilaði lokahringinn sinn á 75 höggum og lauk leik 12 höggum yfir pari í 67.sæti.  

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili náði sér ekki á strik í þessum móti, Axel hafnaði í 127.sæti og hefur því lokið leik eins og Haraldur Franklín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×