Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2013 21:04 Guðsþjónusta gyðinga á Íslandi í fyrra. Eins og sjá má var íslenskt gos á boðstólum. Mynd/Rabbíni Berel Pewzner Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar. Gasa Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar.
Gasa Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira