Lengstu bið eftir marki á landsliðsferli Kolbeins Sigþórssonar lauk á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar hann fékk skráð á sig sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Færeyingum. Lengi vel héldu þó flestir að Birkir Bjarnason hefði skorað markið en svo var ekki.
Kolbeinn var ekki búinn að skora 305 mínútur í íslenska landsliðsbúningnum þegar skot Birkis Bjarnasonar fór af honum og í markið. Kolbeinn hafði lengst áður beðið í 178 mínútur eftir marki með landsliðinu en það var frá 2010 til 2011.
„Boltinn fór í mig, ég fann að hann fór í rassinn á mér,“ sagði Kolbeinn við Vísi um skot Birkis Bjarnasonar sem við fyrstu sýn virtist fara rakleitt í markið.
Kolbeinn hélt ennfremur uppteknum hætti að skora gegn Færeyingum en hann hefur nú skorað fjögur mörk í þremur leikjum á móti færeyska landsliðinu.
Kolbeinn lék í gær sinn fimmtánda landsleik og hefur nú skorað níu mörk í þeim sem er mjög góð tölfræði.
Kolbeinn fékk góða hjálp við að enda markaþurrkinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“
Fótbolti




Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Íslenski boltinn

Norsk handboltastjarna með krabbamein
Handbolti