Franski framherjinn Karim Benzema skoraði eina markið þegar Real Madrid vann 1-0 útisigur á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Real Madrid er því með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar alveg eins og Barcelona, Atlético Madrid, Athletic Bilbao og Villarreal.
Sigurmark Real Madrid kom strax á 10. mínútu leiksins en Karim Benzema fékk þá boltann eftir að fyrirgjöf Ángel di María fór af Cristiano Ronaldo og til hans.
Cristiano Ronaldo hefur ekki náð að skora í fyrstu tveimur umferðum tímabilsins og það þykja fréttir á þeim bænum.
Diego López stóð áfram í marki Real Madrid og Iker Casillas, landsliðsmarkvörður Spánar, þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum í enn einum leiknum.
Benzema tryggði Real Madrid þrjú stig
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn



Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn