Golf

Birgir og Þórður undir pari í Þýskalandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Birgir Leifur lék á 68 höggum í dag.
Birgir Leifur lék á 68 höggum í dag. Mynd/GVA
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar byrjar vel í úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýsklandi. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn í mótinu á 68 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann er í 9. sæti eftir fyrsta hring og í ágætri stöðu. Birgir Leifur fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum í dag.

Þórður Rafn Gissurarson úr GR er einnig meðal keppenda. Hann lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari og er í 32. sæti af 100 keppendum sem leika í mótinu. Þórður fékk fjóra fugla og þrjá skolla í dag.

Ólafur Már Sigurðsson úr GR leikur í úrtökumóti í Wychwood Park í Englandi. Hann byrjar ekki vel því hann lék fyrsta hringinn á 81 höggi eða níu höggum yfir pari. Möguleikar hans á að komast áfram eru því litlir.

Komast þarf í gegnum þrjú stig í úrtökumótunum til að vinna sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur er eini íslenski kylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á mótaröðinni en það gerði hann árið 2007. 24 efstu kylfingarnir og jafnir komast áfram á næsta stig í úrtökumótinu í Þýskalandi og því eiga Birgir og Þórður góða möguleika.

Þórður Rafn Gissurarson.Mynd/GVA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×