Stuðningsmenn Manchester United vöknuðu við þau tíðindi að Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefði framlengt samning sinn við Real Madrid.
Spænski risinn hefur ekki gefið upp nein smáatriði varðandi framlenginguna. Hún bindur þó endi á vangaveltur þess efnis að Ronaldo gæti snúið aftur í herbúðir Englandsmeistaranna.
Kantmaðurinn 28 ára hefur skorað 203 mörk í jafnmörgum leikjum með Real.
