Forráðamenn þýska félagsins Bayer Leverkusen hafa greint frá því að félagið hafi misst af þýska landsliðsmanninum Mesut Özil fyrir fimm árum síðan.
Þá stóð félaginu til boða að kaupa hann á rúmar 5 milljónir evra sem er í dag skiptimynt fyrir mann í slíkum gæðaflokki.
Þá fannst forráðamönnum félagsins það einfaldlega vera of mikið verð fyrir leikmanninn. Þeir vildu frekar bíða en það reyndist liðinuu dýrkeypt því það missti af honum.
Arsenal greiddi Real Madrid 50 milljónir evra fyrir Özil á dögunum.
Leverkusen missti af Özil fyrir fimm árum síðan

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
