Strákarnir með í baráttunni um laust sæti á EM í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2013 17:55 Gísli Sveinbergsson. Mynd/GSÍmyndir.net Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja til fjórða sæti á 15 höggum yfir pari eftir tvo hringi af þremur í undankeppni Evrópumóts pilta 18 ára og yngri. Til mikils er að vinna því þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á sjálft Evrópumótið. Lokahringurinn verður leikin á morgun og þá kemur í ljós hvaða þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í golfi sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru í miklu stuði en þeir eru í tveimur efstu sætunum í keppni einstaklinga á mótinu. Gísli lék í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari sem er lægsta skorið í mótinu hingað til. Fannar Ingi lék einnig mjög vel í dag en hann kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. „Strákarnir hafa staðið sig mjög vel og léku fínt golf í dag. Í gær var of mikið um sprengjur á skorkortunum en í svona jafnri keppni skiptir miklu máli að takmarka öll stór mistök. Það tókst mun betur í dag en aðstæður voru líka þægilegri, nánast logn og kjöraðstæður til að skora vel, enda sást það á skorum flestra liða. Við Ragnar erum mjög ánægðir með liðið, liðsheildin er frábær, þeir eru vel skipulagðir í öllu og leggja sig hundrað prósent fram. Keppnin um þrjú efstu sætin er gríðarlega jöfn og hörð og við þurfum að eiga góðan leik á morgun til að eiga möguleika á að ná því markmiði, en við getum náttúrulega ekki stjórnað því sem hinir gera,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í stuttu viðtali við golf.is eftir frábæran dag í Slóvakíu.Staðan hjá íslensku strákunum í mótinu. 1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72/69, -3 2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72/70, -2 22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73/75, +4 26. sæti Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 77/73, +6 52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK, 83/75 +14 Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja til fjórða sæti á 15 höggum yfir pari eftir tvo hringi af þremur í undankeppni Evrópumóts pilta 18 ára og yngri. Til mikils er að vinna því þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á sjálft Evrópumótið. Lokahringurinn verður leikin á morgun og þá kemur í ljós hvaða þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í golfi sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru í miklu stuði en þeir eru í tveimur efstu sætunum í keppni einstaklinga á mótinu. Gísli lék í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari sem er lægsta skorið í mótinu hingað til. Fannar Ingi lék einnig mjög vel í dag en hann kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. „Strákarnir hafa staðið sig mjög vel og léku fínt golf í dag. Í gær var of mikið um sprengjur á skorkortunum en í svona jafnri keppni skiptir miklu máli að takmarka öll stór mistök. Það tókst mun betur í dag en aðstæður voru líka þægilegri, nánast logn og kjöraðstæður til að skora vel, enda sást það á skorum flestra liða. Við Ragnar erum mjög ánægðir með liðið, liðsheildin er frábær, þeir eru vel skipulagðir í öllu og leggja sig hundrað prósent fram. Keppnin um þrjú efstu sætin er gríðarlega jöfn og hörð og við þurfum að eiga góðan leik á morgun til að eiga möguleika á að ná því markmiði, en við getum náttúrulega ekki stjórnað því sem hinir gera,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í stuttu viðtali við golf.is eftir frábæran dag í Slóvakíu.Staðan hjá íslensku strákunum í mótinu. 1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72/69, -3 2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72/70, -2 22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73/75, +4 26. sæti Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 77/73, +6 52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK, 83/75 +14
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira