Golf

Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Birgir Leifur er kominn áfram á næsta stig í úrtökumótunum.
Birgir Leifur er kominn áfram á næsta stig í úrtökumótunum. Mynd/GVA
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Hann hafnaði í 12. sæti í úrtökumóti á fyrsta stigi sem lauk í dag í Þýskalandi eftir að hafa leikið hringina fjóra á samtals 10 höggum undir pari.

24 kylfingar tryggðu sér sæti á næsta stig og var Birgir Leifur í þeim hópi. Leikið var á Fleesensee vellinum við Berlín í Þýskalandi og lék Birgir vel í dag. Hann lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Þórður Rafn Gissurarson úr GR tók einnig þátt í úrtökumótinu og var ekki langt frá því að komast áfram. Hann lék samtals á fimm höggum undir pari og var tveimur höggum frá því að komast áfram.

Annað stigið í úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina fer fram í byrjun nóvember á Spáni. Komast þarf í gegnum þrjú stig í úrtökumótunum til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur er eini íslenski kylfingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007.

Skortkortið hjá Birgi Leifi í mótinuMynd/Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×