Golf

Bandaríkin með fimm vinninga forystu í Forsetabikarnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tiger Woods hefur unnið alla leiki sína með Matt Kuchar þessa helgina
Tiger Woods hefur unnið alla leiki sína með Matt Kuchar þessa helgina MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Bandaríkin eru með 11 og hálfan vinning gegn 6 og hálfum fyrir síðasta dag Forsetabikarsins í golfi sem leikinn er á Muirfield golfvellinum í Dublin Ohio.

Veðrið hefur sett sterkan svip á mótið og ítrekað þurft að fresta leik. Það á enn eftir að ljúka fjórum leikjum frá því í gær laugardag áður en einstaklingskeppnirnar hefjast í dag.

Bandaríkin þurfa 17 og hálfan vinning til að tryggja sér sigurinn í áttunda sinn en þetta er tíunda skiptið sem keppt er í Forsetabikarnum. Andstæðingur Bandaríkjanna er heimurinn allur, utan Evrópu.

Nick Price er fyrirliði alþjóðlega liðsins sem er yfir í einum af frestuðu leikjunum frá því í gær. Jafnt er í tveimur leikjum og Bandaríkin eru yfir í einum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×