Sigurður Ragnar Eyjólfsson er kominn aftur til landsins eftir viðtal hjá Knattspyrnusambandi Englands í gær.
Sigurður Ragnar er einn þeirra sem sækjast eftir starfi þjálfara enska kvennalandsliðsins. Hann segist ekki eiga von á svari fyrr en í næstu viku en þá kæmi í ljós hvort hann kæmist í framhaldsviðtal eða ekki.
Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi segir viðtalið hafa tekið um klukkustund en hafði lítið annað um málið að segja.
Sigurður Ragnar hefur verið sterklega orðaður við starf þjálfara karlaliðs Fram í knattspyrnu. Framarar hafa einnig rætt málin við Þorlák Árnason sem þjálfaði Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvennaflokki síðustu þrjú ár.
Sigurður Ragnar bíður svars í næstu viku
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
