Teitur: Góður tími fyrir Ísland að mæta Noregi Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 13. október 2013 20:52 Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira