Sigurður Þórðarson, liðsstjóri karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var mættur á Keflavíkurflugvöll klukkan sex í morgun með farangur liðsins.
Sigurði til aðstoðar voru Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, og Þorgrímur Þráinsson. „Dúllan“, eins og Sigurður er oft kallaður, var hinn hressasti og klár í slaginn fyrir Noreg.
Íslenska liðið æfir hér heima í dag en flýgur svo utan til Ósló klukkan 16 síðdegis. Liðið dvelur á hóteli í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Ullevaal þar sem liðið æfir á morgun. Leikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið klukkan 18 að íslenskum tíma.

