Jafntefli í Slóveníu í kvöld eru bestu úrslitin fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 14:15 Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er örugglega með allt á hreinu hvað varðar stöðuna í riðlinum. Mynd/Pjetur Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik) Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Sjá meira
Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Sjá meira