Lífið

"Mikilvægt að blanda saman frægð og mannréttindum“

„Það er mikilvægt að blanda saman frægð og mannréttindum, því það er vettvangur þar sem fólk hlustar. Þetta er risastór vettvangur til að hjálpa fólki. Þannig vinn ég og þannig vinnum við í dag og ég er stolt af því. Því tískan er bara föt, en við erum að tala um fólk. Það er mikilvægara, svo það er gott að blanda þessu saman,“ segir Loreen, sigurvegari Eurovision frá því í fyrra sem tróð upp á góðgerðarsamkomu á vegum Lindex í Stokkhólmi, til þess að vekja athyglis á brjóstakrabbameini.

„Í alvöru, Ísland er einn þeirra staða sem mig hefur alltaf langað að fara til. Og einn af uppáhalds listamönnum mínum er frá Íslandi. Björk. Þegar ég heyrði í henni í fyrsta skipti... Ég hlustaði á plötuna hennar, og "Jóga" aftur og aftur, "Hyperballad" aftur og aftur,“ segir Loreen.

Loreen ætlar að koma til Íslands í frí á næstu mánuðum en vill gjarnan finna hljóðver á Íslandi.

„Það væri fallegur staður til að skapa tónlist,“ bætir Loreen við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×