Guðmunda í Serbíu-hópnum hans Freys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 13:57 Guðmunda Brynja Óladóttir. Mynd/Stefán Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Leikið verður á FK Obilic Stadium í Belgrad. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er ekki í hópnum en hún hefur lagt skóna á hilluna. Auk Katrínar detta út úr hópnum sem mætti Sviss á dögunum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sem á við meiðsli að stríða. Selfyssingurinn, Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn en það gera einnig Eyjastúlkan Elísa Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem spilar með Avaldnes í Noregi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir fóru af velli í lokaleik tímabilsins með Kristianstad um helgina vegna meiðsla. Freyr vonast til þess að þær verði báðar klárar í slaginn. Þjálfararnir, Freyr og Ásmundur Haraldsson, munu verða viðstaddir viðureign Serba og Dana þann 26 október. Leikmenn mæta svo til Serbíu 28. október og nær liðið þremur æfingum fyrir leikinn. Ísland og Serbía hafa mæst fjórum sinnum áður hjá A landsliði kvenna og hafa Íslendingar haft betur í öllum þeim viðureignum. Þetta er annar leikur Íslands í þessari undankeppni en áður Sviss hafði betur gegn okkur Íslendingum á Laugardalsvelli, 0–2. Serbar hafa einnig leikið einn leik í keppninni til þessa en þeir töpuðu gegn Sviss á útivelli, 9–0.Íslenski hópurinn á móti Serbíu:Markmenn: Þóra Björg Helgadóttir Ldb Malmö Guðbjörg Gunnarsdóttir Avaldsnes Sandra Sigurðardóttir StjarnanVarnarmenn: Sif Atladóttir Kristanstads DFF Hallbera Guðný Gísladóttir Pitea IF Glódís Perla Viggósdóttir Stjarnan Elísa Viðarsdóttir ÍBV Anna María Baldursdóttir Stjarnan Anna Björk Kristjánsdóttir StjarnanMiðjumenn: Dóra María Lárusdóttir Valur Sara Björk Gunnarsdóttir Ldb Malmö Katrín Ómarsdóttir Liverpool Rakel Hönnudóttir Breiðablik Dagný Brynjarsdóttir Valur Þórunn Helga Jónsdóttir AvaldsnesFramherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir Kristanstads DFF Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes Fanndís Friðriksdóttir Kolbotn IL Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Leikið verður á FK Obilic Stadium í Belgrad. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er ekki í hópnum en hún hefur lagt skóna á hilluna. Auk Katrínar detta út úr hópnum sem mætti Sviss á dögunum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sem á við meiðsli að stríða. Selfyssingurinn, Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn en það gera einnig Eyjastúlkan Elísa Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem spilar með Avaldnes í Noregi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir fóru af velli í lokaleik tímabilsins með Kristianstad um helgina vegna meiðsla. Freyr vonast til þess að þær verði báðar klárar í slaginn. Þjálfararnir, Freyr og Ásmundur Haraldsson, munu verða viðstaddir viðureign Serba og Dana þann 26 október. Leikmenn mæta svo til Serbíu 28. október og nær liðið þremur æfingum fyrir leikinn. Ísland og Serbía hafa mæst fjórum sinnum áður hjá A landsliði kvenna og hafa Íslendingar haft betur í öllum þeim viðureignum. Þetta er annar leikur Íslands í þessari undankeppni en áður Sviss hafði betur gegn okkur Íslendingum á Laugardalsvelli, 0–2. Serbar hafa einnig leikið einn leik í keppninni til þessa en þeir töpuðu gegn Sviss á útivelli, 9–0.Íslenski hópurinn á móti Serbíu:Markmenn: Þóra Björg Helgadóttir Ldb Malmö Guðbjörg Gunnarsdóttir Avaldsnes Sandra Sigurðardóttir StjarnanVarnarmenn: Sif Atladóttir Kristanstads DFF Hallbera Guðný Gísladóttir Pitea IF Glódís Perla Viggósdóttir Stjarnan Elísa Viðarsdóttir ÍBV Anna María Baldursdóttir Stjarnan Anna Björk Kristjánsdóttir StjarnanMiðjumenn: Dóra María Lárusdóttir Valur Sara Björk Gunnarsdóttir Ldb Malmö Katrín Ómarsdóttir Liverpool Rakel Hönnudóttir Breiðablik Dagný Brynjarsdóttir Valur Þórunn Helga Jónsdóttir AvaldsnesFramherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir Kristanstads DFF Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes Fanndís Friðriksdóttir Kolbotn IL Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira