Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 17:20 Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41
Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48
Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02