Ákváðu fyrirkomulag sölu seint um kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2013 07:12 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Mynd/Pjetur „Ég talaði við Ólaf (Thorarensen) hjá midi.is seint í fyrrakvöld. Það var lokasímtal. Við vorum auðvitað búnir að vera í reglulegum samskiptum við þá,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fjölmargir landsmenn vöknuðu upp við vondan draum í gær. Um áttaleytið hafði selst upp á viðureign íslenska karlalandsliðsins gegn því króatíska í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Ljóst var að eftirspurn eftir miðum væri mikil, söguleg, og höfðu forsvarsmenn KSÍ tilkynnt, með dags fyrirvara, að miðar færu í sölu í gær. Aldrei kom þó fram klukkan hvað. Þórir segir ákvörðunina um nákvæma tímasetningu á miðasölu ekki hafa verið tekna fyrr en í fyrrnefndu símtali sínu við Ólaf í fyrrakvöld. Úr varð niðurstaðan að miðasala hæfist klukkan fjögur að nóttu til. Ákvörðunin var Þóris. „Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um klukkan 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu,“ segir í yfirlýsingu sem Þórir sendi frá sér síðdegis í gær. Þar sagðist hann taka fulla ábyrgð á ákvörðuninni, viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða og baðst afsökunar. Ólafur hjá midi.is sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að sölukerfi midi.is væri „sett upp til að þola gríðarlegt álag og þótt allir miðarnir á leikinn hafi selst upp á tæpum 4 klukkutímum komu engir hnökrar upp í kerfinu“. Þórir fylgdist sjálfur með því þegar salan hófst um nóttina. Hann segir greinilegt að einhverjir hafi vaktað miðasöluna og verið í startholunum um það leyti sem miðasala hófst. Hann segir þó gríðarlegan kipp hafa komið í söluna þegar fólk fór að ranka við sér á heimilum sínum um morguninn. Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins, Tólfan, fékk miða til sölu síðdegis á mánudag. Um takmarkað magn miða var að ræða og fengu færri miða en vildu. Hópurinn fékk þó ákveðna vísbendingu um að sofa ekki yfir sig frá framkvæmdastjóranum. „Þeir spurðu mig að því hvenær salan myndi hefjast. Það lá ekki fyrir. Ég sagði þeim að það yrði snemma í fyrramálið. Ég held að þær upplýsingar hafi einnig komið fram á Fésbókarsíðu KSÍ,“ segir Þórir.Mynd/VilhelmVísbendingar um miðabrask Mest var hægt að kaupa sex miða í einu á landsleik Íslands og Króatíu á midi.is snemma dags í gær. Þó var ekkert sem kom í veg fyrir að fólk gæti keypt sex miða og svo aftur sex miða. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega marga miða og væru að reyna að hagnast á kaupunum með endursölu. „En í þeim tilvikum, þar sem fólk hefur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ sagði Þórir.Mynd/VilhelmNákvæm dreifing miða liggur ekki fyrir Laugardalsvöllur tekur alls 9.700 manns í sæti. Miðunum var deilt á eftirfarandi hátt:1.000 miðar til stuðningsmanna Króatíu.1.500 miðar til samstarfsaðila KSÍ.1.500 miðar til boðsgesta, fyrrverandi landsliðsmanna, fjölmiðla, leikmanna, Tólfunnar, A-passa.5.000 miðar í almenna sölu.700 miðar í annað, ekki hefur fengist uppgefið frá KSÍ hverjir fá þá miða. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira
„Ég talaði við Ólaf (Thorarensen) hjá midi.is seint í fyrrakvöld. Það var lokasímtal. Við vorum auðvitað búnir að vera í reglulegum samskiptum við þá,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fjölmargir landsmenn vöknuðu upp við vondan draum í gær. Um áttaleytið hafði selst upp á viðureign íslenska karlalandsliðsins gegn því króatíska í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Ljóst var að eftirspurn eftir miðum væri mikil, söguleg, og höfðu forsvarsmenn KSÍ tilkynnt, með dags fyrirvara, að miðar færu í sölu í gær. Aldrei kom þó fram klukkan hvað. Þórir segir ákvörðunina um nákvæma tímasetningu á miðasölu ekki hafa verið tekna fyrr en í fyrrnefndu símtali sínu við Ólaf í fyrrakvöld. Úr varð niðurstaðan að miðasala hæfist klukkan fjögur að nóttu til. Ákvörðunin var Þóris. „Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um klukkan 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu,“ segir í yfirlýsingu sem Þórir sendi frá sér síðdegis í gær. Þar sagðist hann taka fulla ábyrgð á ákvörðuninni, viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða og baðst afsökunar. Ólafur hjá midi.is sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að sölukerfi midi.is væri „sett upp til að þola gríðarlegt álag og þótt allir miðarnir á leikinn hafi selst upp á tæpum 4 klukkutímum komu engir hnökrar upp í kerfinu“. Þórir fylgdist sjálfur með því þegar salan hófst um nóttina. Hann segir greinilegt að einhverjir hafi vaktað miðasöluna og verið í startholunum um það leyti sem miðasala hófst. Hann segir þó gríðarlegan kipp hafa komið í söluna þegar fólk fór að ranka við sér á heimilum sínum um morguninn. Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins, Tólfan, fékk miða til sölu síðdegis á mánudag. Um takmarkað magn miða var að ræða og fengu færri miða en vildu. Hópurinn fékk þó ákveðna vísbendingu um að sofa ekki yfir sig frá framkvæmdastjóranum. „Þeir spurðu mig að því hvenær salan myndi hefjast. Það lá ekki fyrir. Ég sagði þeim að það yrði snemma í fyrramálið. Ég held að þær upplýsingar hafi einnig komið fram á Fésbókarsíðu KSÍ,“ segir Þórir.Mynd/VilhelmVísbendingar um miðabrask Mest var hægt að kaupa sex miða í einu á landsleik Íslands og Króatíu á midi.is snemma dags í gær. Þó var ekkert sem kom í veg fyrir að fólk gæti keypt sex miða og svo aftur sex miða. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega marga miða og væru að reyna að hagnast á kaupunum með endursölu. „En í þeim tilvikum, þar sem fólk hefur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ sagði Þórir.Mynd/VilhelmNákvæm dreifing miða liggur ekki fyrir Laugardalsvöllur tekur alls 9.700 manns í sæti. Miðunum var deilt á eftirfarandi hátt:1.000 miðar til stuðningsmanna Króatíu.1.500 miðar til samstarfsaðila KSÍ.1.500 miðar til boðsgesta, fyrrverandi landsliðsmanna, fjölmiðla, leikmanna, Tólfunnar, A-passa.5.000 miðar í almenna sölu.700 miðar í annað, ekki hefur fengist uppgefið frá KSÍ hverjir fá þá miða.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira