Forsætisráðherra vonast eftir samstöðu um skuldaaðgerðir Höskuldur Kári Schram skrifar 7. nóvember 2013 19:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, útilokar ekki að Alþingi nái að samþykkja aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Nokkur frumvörp eru í smíðum og vinna sérfræðingahópa er á áætlun. Forsætisráðherra flutti á Alþingi í dag munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Von er á fyrstu tillögum frá sérfræðingahópum í lok þessa mánaðar og sagði ráðherra að vinna væri á áætlun. Nú þegar er hafin vinna við nýtt frumvarp um höfuðstólslækkun. „Þó að tillögurnar séu ekki full kláraðar þá viljum við nýta tímann til þess að undirbúa þetta þannig að það þurfi ekki að líða langur tími eftir að tillögurnar birtast áður en hægt er að leggja fram frumvörp,„ sagði Sigmundur. Stjórnarandstaðan gagnrýndi forsætisráðherra fyrir innihaldslausa skýrslu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkisstjórnin ætli sér ekki að efna kosningaloforð um skuldaleiðréttingu. „Af þessari ræðu má ráða að það eru ekki bara nefndir og engar efndir heldur enn fleiri nefndir,“ sagði Árni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur dregið í efa að hægt verði að klára þinglega meðferð málsins fyrir áramót. Sigmundur vill þó ekkert útiloka. „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég skil hins vegar vel áhyggjur hans af því að þetta muni mæta mótspyrnu úr ákveðnum áttum og geti tekið tíma þess vegna. Vonandi sammælast menn um það að láta þetta ganga hratt og vel fyrir sig,“ sagði Sigmundur. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, útilokar ekki að Alþingi nái að samþykkja aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Nokkur frumvörp eru í smíðum og vinna sérfræðingahópa er á áætlun. Forsætisráðherra flutti á Alþingi í dag munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Von er á fyrstu tillögum frá sérfræðingahópum í lok þessa mánaðar og sagði ráðherra að vinna væri á áætlun. Nú þegar er hafin vinna við nýtt frumvarp um höfuðstólslækkun. „Þó að tillögurnar séu ekki full kláraðar þá viljum við nýta tímann til þess að undirbúa þetta þannig að það þurfi ekki að líða langur tími eftir að tillögurnar birtast áður en hægt er að leggja fram frumvörp,„ sagði Sigmundur. Stjórnarandstaðan gagnrýndi forsætisráðherra fyrir innihaldslausa skýrslu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkisstjórnin ætli sér ekki að efna kosningaloforð um skuldaleiðréttingu. „Af þessari ræðu má ráða að það eru ekki bara nefndir og engar efndir heldur enn fleiri nefndir,“ sagði Árni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur dregið í efa að hægt verði að klára þinglega meðferð málsins fyrir áramót. Sigmundur vill þó ekkert útiloka. „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég skil hins vegar vel áhyggjur hans af því að þetta muni mæta mótspyrnu úr ákveðnum áttum og geti tekið tíma þess vegna. Vonandi sammælast menn um það að láta þetta ganga hratt og vel fyrir sig,“ sagði Sigmundur.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira