Sigmundur segir áætlun um skuldaleiðréttingu miða vel Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. nóvember 2013 09:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Mynd/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á Alþingi um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Á sumarþingi lagði ríkisstjórnin fram þingsálytktunartillögu í tíu liðum sem hrinda ætti í framkvæmd til að leiðrétta ófyrirsjáanlega höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána. Sigmundur sagði á Alþingi í dag að framkvæmdaáætlun miðaði vel áfram og væri á tímaáætlun. Vænta megi niðurstöðu frá sérfræðingahópi sem útfæra á mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Ræðu Sigmundar má lesa í heild sinni hér að neðan.Ræða forsætisráðherra: Virðulegi forseti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hér í sal Alþingis hvaða áhrif hin ófyrirsjáanlega höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána hafði á heimilin í landinu. Ef miðað er við hlutfall af landsframleiðslu nema gengistryggð lán heimilanna nú einungis um tíunda hluta þess sem þau gerðu fyrir hrun og skuldir fyrirtækja hafa helmingast, að langmestu leyti vegna afskrifta. Á sama tíma hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hins vegar nánast staðið í stað miðað við sama hlutfall. Alþingi bar gæfu til þess í júní síðastliðnum að samþykkja aðgerðir vegna þess skuldavanda íslenskra heimila sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Í þingsályktuninni er kveðið á um að forsætisráðherra skuli gefa Alþingi skýrslu um stöðu mála á haustþingi 2013 og á vorþingi 2014. Það er gleðilegt að geta sagt hæstvirtu Alþingi frá því hér að framgangur þingsályktunarinnar er með ágætum og samkvæmt áætlun. Sumum liðum þingsályktunarinnar er lokið og vinna við aðra liði í fullum gangi í mörgum ráðuneytum í samræmi við ákvæði ályktunarinnar. Þingsályktunin er í 10 liðum. Ég mun hér á eftir fara í gegnum stöðu mála við einstaka liði ályktunarinnar.1. Fyrsti liður er að settur verði á fót sérfræðingahópur er útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Sérfræðingahópur var skipaður í ágúst undir formennsku Sigurðar Hannessonar og hefur hópurinn unnið að tillögum um útfærslu á höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Hópurinn byggir sína vinnu á þeim forsendum sem fram komu í þingsályktuninni, þ.e. að leiðrétta eigi þann forsendubrest sem heimili urðu fyrir vegna verðbólguskots áranna 2007-2010. Leiðréttingin skal vera almenn en meta skal hvort setja skuli þak á þá fjárhæð sem hvert heimili getur fengið. Einnig verður metinn fýsileiki þess að ná fram lækkun höfuðstóls með skattaafslætti. Hópurinn hefur fengið til sín gesti úr ýmsum áttum m.a. frá lánveitendum, Seðlabanka, Fjármálaeftirlitinu, Hagsmunasamtökum heimilanna og Umboðsmanni skuldara. Skipaðir hafa verið fjórir undirhópar sérfræðinganefndarinnar. Einn hópurinn undirbýr tillögur um framkvæmd leiðréttingarinnar, annar um stofnun leiðréttingarsjóðs, þriðji um notkun skattkerfisins til að ná fram markmiðunum og sá fjórði um hvata til að skuldbreyta lánum í óverðtryggð. Einnig hafa utanaðkomandi sérfræðingar verið fengnir til að vinna afmarkaða hluta t.d. mat á efnahagslegum áhrifum. Þá er að hefjast vinna við gerð frumvarps um höfuðstólsleiðréttingar. Eins og kunnugt er mun hópurinn skila niðurstöðum sínum fyrir lok þessa mánaðar.2. Annar liður er að gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingasjóð vegna húsnæðislána. Undirhópur sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun vinnur að því að meta kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð í tengslum við þetta verkefni. Markmið slíks sjóðs er að flýta fyrir framkvæmd leiðréttingar en sem kunnugt er stendur til að nýta hluta þess svigrúms sem myndast við skuldaskil fallinna fjármálafyrirtækja í leiðréttinguna.3. Þriðji liður er að kannað skuli hvernig gera megi yfirskuldsettum íbúðareigendum kleift að losna undan eftirstöðvum, sem veðið sjálft stendur ekki undir, án gjaldþrots. Um væri að ræða tímabundna aðgerð sem miðar að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Vinnuhópur skipaður sérfræðingum velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis hefur farið yfir verkefnið og tekið til skoðunar þau úrræði eru til staðar í dag til lausnar á vanda skuldsettra heimila og jafnframt til hvaða úrræða væri unnt að grípa til að takast á við vandamálið. Hefur vinnuhópurinn sett fram tillögur að úrræðum sem eru til nánari skoðunar. Þær tillögur sem meðal annars hafa verið teknar til skoðunar eru breytingar á lögum um samningsveð, stofnun félags sem leysti til sín yfirveðsettar eignir, samningar við kröfuhafa um niðurfellingu skulda og sérstakan fyrningatíma á kröfum sem eftir standa við nauðungarsölu.4. Fjórði liður er að skipuð verði verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað sjö manna verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur að framtíðarstefnu í húsnæðismálum en Samband íslenskra sveitarfélaga á áheyrnafulltrúa sem situr fundi verkefnisstjórnarinnar. Verkefnisstjórnin mun hafa forystu í verkefninu, safna gögnum og greina þau í samvinnu við óháða sérfræðinga, framkvæma stöðumat og móta stefnu um framtíðarskipan húsnæðismála. Verkefnisstjórnin hélt sinn fyrsta fund í september 2013 og hefur fundað reglulega síðan. Jafnframt hefur ráðherra skipað 32 manna samvinnuhóp um framtíðarskipan húsnæðismála sem hefur það hlutverk að starfa náið með verkefnisstjórn að mótun framtíðarskipulags húsnæðismála. Í þessu viðamikla verkefni verður kannað hvaða fyrirkomulag á fjármögnun almennra húsnæðislána á Íslandi sé hagkvæmast og hvernig slíku fyrirkomulagi verði komið á. Jafnframt verður skoðað hvernig unnt er að tryggja virkan leigumarkað hér á landi sem og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Í því sambandi verður kannað með hvaða hætti stjórnvöld geti sinnt afmörkuðu hlutverki sem felst í veitingu þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamarkaði. Á vegum samvinnuhópsins starfa fjögur teymi sem falið er að greina álitaefni og móta tillögur um fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána á Íslandi, uppbyggingu á virkum leigumarkaði, skilvirk félagsleg úrræði í húsnæðismálum og hlutverk stjórnvalda við veitingu þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamarkaði. Á vefsvæði verkefnisins gefst almenningi kostur á að fylgjast með þróun og mótun tillagna hvers teymis og koma á framfæri frekari hugmyndum og athugasemdum um framtíðarskipan húsnæðismála en á vefsvæðinu getur almenningur jafnframt nálgast vinnugögn teymanna. Verkefnisstjórn mun taka tillögurnar til frekari úrvinnslu í nánu samstarfi við Íbúðalánasjóð, Samtök fjármálafyrirtækja og Samband íslenskra sveitarfélaga og gert er ráð fyrir að verkefnisstjórn skili að verkefninu loknu skýrslu með ítarlega útfærðum tillögum að framtíðarstefnu í húsnæðismálum til félags- og húsnæðismálaráðherra.5. Fimmti liður er að lögfest verði flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldvanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu. Um þennan lið er það að segja að frumvarp hefur þegar verið lagt fram og samþykkt á Alþingi.6. Sjötti liður er að settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Í samræmi við þennan lið var skipaður sérfræðingahópur í ágúst undir formennsku Ingibjargar Ingvadóttur. Hópurinn hefur kynnt sér helstu gögn og fundað með hagsmunaaðilum og sérfræðingum svo sem Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Fjármálaeftirlitinu, Íbúðalánasjóði, Hagsmunasamtökum heimilanna, Samtökum fjármálafyrirtækja, Landssamtökum lífeyrissjóða, Félagi fasteignasala, bönkunum og ýmsum hagfræðingum. Efnisyfirlit, verkáætlun og verkaskipting liggur fyrir. Skoðuð verða áhrif afnáms verðtryggingar nýrra neytendalána á neytendur, lánveitendur, fasteignamarkað og efnahagslíf og lagðar fram tillögur að útfærslu og tímasettri áætlun ásamt mótvægisaðgerðum. Áætluð skil eru uppúr miðjum desember.7. Í sjöunda lið segir að kannað verði hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu. Unnið er að frumvarpi til laga um veitingu fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar á kostnaði vegna gjaldþrotaskipta til þeirra sem engan kost eiga annan en að fara fram á gjaldþrotaskipti á eignum sínum. Áætlað er að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í lok nóvember 2013.8. Áttundi liður fjallar um að sérfræðingahópur meti möguleika á því að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána. Þessari gjaldtöku er ætlað að styrkja stöðu skuldara gagnvart fjármálafyrirtækjum sem sjá um endurútreikning lána þeirra. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið greinargerð um málið og hefur hún fengið umfjöllun í starfshópi sem falið hefur verið það verkefni að endurskoða bann við gengistryggingu fjárskuldbindinga í lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Ályktanir starfshópsins koma fram í niðurlagi greinargerðarinnar en þar er m.a. vísað til afstöðu réttarfarsnefndar sem telur umrædda gjaldtöku ekki framkvæmanlega að teknu tilliti til ákvæða stjórnarskrár vegna vandkvæða við að afmarka skilyrði gjaldtökunnar með nægilega skýrum hætti. Fjármálaeftirlitið, sem er sjálfstætt stjórnvald, getur í skjóli valdheimilda sinna, aflað upplýsinga um eðli vandans og umfang. Í ályktun starfshópsins kemur að til greina komi að beita viðurlaga- og úrbótaheimildum stofnunarinnar ef tafir á endurútreikningi eru að hennar mati umtalsverðar og óréttlætanlegar. Svör viðskiptabankanna þriggja benda til þess að endurútreikningi gengistryggðra lána eigi að verða lokið fyrir næstu áramót en áætlanir Dróma og Lýsingar virðast vera meiri óvissu háðar. Það er einnig mat starfshópsins að úrlausn ágreinings um gengistryggð lán gefi ásamt öðru tilefni til að endurskoða starfshætti úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í því skyni að tryggja betri eftirfylgni með úrskurðum hennar. Fjármála- og efnahagsmálaráðherra hefur hafið vinnu við endurskoðun á samþykktum nefndarinnar.9. Níundi liður fjallar um að stimpilgjöld af lánsskjölum verði endurskoðuð og stefnt að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á húnæði til eigin nota. Um þennan lið er það að segja að frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um afnám stimpilgjalda af lánsskjölum í samræmi við þingsályktunina. Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald af lánsskjölum verði afnumið en stimpilgjald vegna eignaryfirfærslna fasteigna hækkað um 0,4% í tilviki einstaklinga. Einnig er með frumvarpinu lögð til mikil einföldun á framkvæmd og innheimtu gjaldsins. Með afnámi stimpilgjalda af lánsskjölum dregur úr kostnaði við lántöku og einnig mun sú aðgerð auka hreyfanleika viðskiptavina milli banka og stuðla þannig að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.10. Í tíunda lið segir að Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Um þennan lið er það að segja að frumvarp um þetta efni var samþykkt á Alþingi í september. Undirbúningur Hagstofunnar eftir samþykkt laga nr. 104/2013 hefur falist í tvenns konar aðgerðum. Í fyrsta lagi tæknilegum undirbúningi um þætti sem varða gagnasendingar og gagnaöryggi. Má þar nefna tæknilega útfærslu á afnámi persónuauðkenna í gagnasendingum og aðferðum við að skipta út auðkenni fyrir kennitölur í þeim gögnum sem unnið verður með. Þá hefur verið samið við utanaðkomandi sérfræðing um yfirferð öryggismála og gerð tillagna um aðgerðir vegna öryggisvottunar hjá Hagstofunni. Í öðru lagi undirbúningur að afhendingu gagna og hefur þegar verið rætt við Íbúðalánasjóð vegna málsins og á næstu dögum verða fundir haldnir með stærstu fjármálafyrirtækjunum. Herra forseti. Eins og sést á þessari yfirferð gengur framkvæmd þingsályktunarinnar samkvæmt áætlun. Það er mjög gleðilegt og það er von mín að góð samstaða myndist á Alþingi um þau mál sem enn eiga eftir að koma til kasta Alþingis vegna þessarar þingsályktunar. Íslensk heimili eiga það skilið.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðustól í dag.Mynd/GVA Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á Alþingi um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Á sumarþingi lagði ríkisstjórnin fram þingsálytktunartillögu í tíu liðum sem hrinda ætti í framkvæmd til að leiðrétta ófyrirsjáanlega höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána. Sigmundur sagði á Alþingi í dag að framkvæmdaáætlun miðaði vel áfram og væri á tímaáætlun. Vænta megi niðurstöðu frá sérfræðingahópi sem útfæra á mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Ræðu Sigmundar má lesa í heild sinni hér að neðan.Ræða forsætisráðherra: Virðulegi forseti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hér í sal Alþingis hvaða áhrif hin ófyrirsjáanlega höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána hafði á heimilin í landinu. Ef miðað er við hlutfall af landsframleiðslu nema gengistryggð lán heimilanna nú einungis um tíunda hluta þess sem þau gerðu fyrir hrun og skuldir fyrirtækja hafa helmingast, að langmestu leyti vegna afskrifta. Á sama tíma hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hins vegar nánast staðið í stað miðað við sama hlutfall. Alþingi bar gæfu til þess í júní síðastliðnum að samþykkja aðgerðir vegna þess skuldavanda íslenskra heimila sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Í þingsályktuninni er kveðið á um að forsætisráðherra skuli gefa Alþingi skýrslu um stöðu mála á haustþingi 2013 og á vorþingi 2014. Það er gleðilegt að geta sagt hæstvirtu Alþingi frá því hér að framgangur þingsályktunarinnar er með ágætum og samkvæmt áætlun. Sumum liðum þingsályktunarinnar er lokið og vinna við aðra liði í fullum gangi í mörgum ráðuneytum í samræmi við ákvæði ályktunarinnar. Þingsályktunin er í 10 liðum. Ég mun hér á eftir fara í gegnum stöðu mála við einstaka liði ályktunarinnar.1. Fyrsti liður er að settur verði á fót sérfræðingahópur er útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Sérfræðingahópur var skipaður í ágúst undir formennsku Sigurðar Hannessonar og hefur hópurinn unnið að tillögum um útfærslu á höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Hópurinn byggir sína vinnu á þeim forsendum sem fram komu í þingsályktuninni, þ.e. að leiðrétta eigi þann forsendubrest sem heimili urðu fyrir vegna verðbólguskots áranna 2007-2010. Leiðréttingin skal vera almenn en meta skal hvort setja skuli þak á þá fjárhæð sem hvert heimili getur fengið. Einnig verður metinn fýsileiki þess að ná fram lækkun höfuðstóls með skattaafslætti. Hópurinn hefur fengið til sín gesti úr ýmsum áttum m.a. frá lánveitendum, Seðlabanka, Fjármálaeftirlitinu, Hagsmunasamtökum heimilanna og Umboðsmanni skuldara. Skipaðir hafa verið fjórir undirhópar sérfræðinganefndarinnar. Einn hópurinn undirbýr tillögur um framkvæmd leiðréttingarinnar, annar um stofnun leiðréttingarsjóðs, þriðji um notkun skattkerfisins til að ná fram markmiðunum og sá fjórði um hvata til að skuldbreyta lánum í óverðtryggð. Einnig hafa utanaðkomandi sérfræðingar verið fengnir til að vinna afmarkaða hluta t.d. mat á efnahagslegum áhrifum. Þá er að hefjast vinna við gerð frumvarps um höfuðstólsleiðréttingar. Eins og kunnugt er mun hópurinn skila niðurstöðum sínum fyrir lok þessa mánaðar.2. Annar liður er að gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingasjóð vegna húsnæðislána. Undirhópur sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun vinnur að því að meta kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð í tengslum við þetta verkefni. Markmið slíks sjóðs er að flýta fyrir framkvæmd leiðréttingar en sem kunnugt er stendur til að nýta hluta þess svigrúms sem myndast við skuldaskil fallinna fjármálafyrirtækja í leiðréttinguna.3. Þriðji liður er að kannað skuli hvernig gera megi yfirskuldsettum íbúðareigendum kleift að losna undan eftirstöðvum, sem veðið sjálft stendur ekki undir, án gjaldþrots. Um væri að ræða tímabundna aðgerð sem miðar að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Vinnuhópur skipaður sérfræðingum velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis hefur farið yfir verkefnið og tekið til skoðunar þau úrræði eru til staðar í dag til lausnar á vanda skuldsettra heimila og jafnframt til hvaða úrræða væri unnt að grípa til að takast á við vandamálið. Hefur vinnuhópurinn sett fram tillögur að úrræðum sem eru til nánari skoðunar. Þær tillögur sem meðal annars hafa verið teknar til skoðunar eru breytingar á lögum um samningsveð, stofnun félags sem leysti til sín yfirveðsettar eignir, samningar við kröfuhafa um niðurfellingu skulda og sérstakan fyrningatíma á kröfum sem eftir standa við nauðungarsölu.4. Fjórði liður er að skipuð verði verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað sjö manna verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur að framtíðarstefnu í húsnæðismálum en Samband íslenskra sveitarfélaga á áheyrnafulltrúa sem situr fundi verkefnisstjórnarinnar. Verkefnisstjórnin mun hafa forystu í verkefninu, safna gögnum og greina þau í samvinnu við óháða sérfræðinga, framkvæma stöðumat og móta stefnu um framtíðarskipan húsnæðismála. Verkefnisstjórnin hélt sinn fyrsta fund í september 2013 og hefur fundað reglulega síðan. Jafnframt hefur ráðherra skipað 32 manna samvinnuhóp um framtíðarskipan húsnæðismála sem hefur það hlutverk að starfa náið með verkefnisstjórn að mótun framtíðarskipulags húsnæðismála. Í þessu viðamikla verkefni verður kannað hvaða fyrirkomulag á fjármögnun almennra húsnæðislána á Íslandi sé hagkvæmast og hvernig slíku fyrirkomulagi verði komið á. Jafnframt verður skoðað hvernig unnt er að tryggja virkan leigumarkað hér á landi sem og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Í því sambandi verður kannað með hvaða hætti stjórnvöld geti sinnt afmörkuðu hlutverki sem felst í veitingu þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamarkaði. Á vegum samvinnuhópsins starfa fjögur teymi sem falið er að greina álitaefni og móta tillögur um fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána á Íslandi, uppbyggingu á virkum leigumarkaði, skilvirk félagsleg úrræði í húsnæðismálum og hlutverk stjórnvalda við veitingu þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamarkaði. Á vefsvæði verkefnisins gefst almenningi kostur á að fylgjast með þróun og mótun tillagna hvers teymis og koma á framfæri frekari hugmyndum og athugasemdum um framtíðarskipan húsnæðismála en á vefsvæðinu getur almenningur jafnframt nálgast vinnugögn teymanna. Verkefnisstjórn mun taka tillögurnar til frekari úrvinnslu í nánu samstarfi við Íbúðalánasjóð, Samtök fjármálafyrirtækja og Samband íslenskra sveitarfélaga og gert er ráð fyrir að verkefnisstjórn skili að verkefninu loknu skýrslu með ítarlega útfærðum tillögum að framtíðarstefnu í húsnæðismálum til félags- og húsnæðismálaráðherra.5. Fimmti liður er að lögfest verði flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldvanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu. Um þennan lið er það að segja að frumvarp hefur þegar verið lagt fram og samþykkt á Alþingi.6. Sjötti liður er að settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Í samræmi við þennan lið var skipaður sérfræðingahópur í ágúst undir formennsku Ingibjargar Ingvadóttur. Hópurinn hefur kynnt sér helstu gögn og fundað með hagsmunaaðilum og sérfræðingum svo sem Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Fjármálaeftirlitinu, Íbúðalánasjóði, Hagsmunasamtökum heimilanna, Samtökum fjármálafyrirtækja, Landssamtökum lífeyrissjóða, Félagi fasteignasala, bönkunum og ýmsum hagfræðingum. Efnisyfirlit, verkáætlun og verkaskipting liggur fyrir. Skoðuð verða áhrif afnáms verðtryggingar nýrra neytendalána á neytendur, lánveitendur, fasteignamarkað og efnahagslíf og lagðar fram tillögur að útfærslu og tímasettri áætlun ásamt mótvægisaðgerðum. Áætluð skil eru uppúr miðjum desember.7. Í sjöunda lið segir að kannað verði hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu. Unnið er að frumvarpi til laga um veitingu fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar á kostnaði vegna gjaldþrotaskipta til þeirra sem engan kost eiga annan en að fara fram á gjaldþrotaskipti á eignum sínum. Áætlað er að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í lok nóvember 2013.8. Áttundi liður fjallar um að sérfræðingahópur meti möguleika á því að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána. Þessari gjaldtöku er ætlað að styrkja stöðu skuldara gagnvart fjármálafyrirtækjum sem sjá um endurútreikning lána þeirra. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið greinargerð um málið og hefur hún fengið umfjöllun í starfshópi sem falið hefur verið það verkefni að endurskoða bann við gengistryggingu fjárskuldbindinga í lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Ályktanir starfshópsins koma fram í niðurlagi greinargerðarinnar en þar er m.a. vísað til afstöðu réttarfarsnefndar sem telur umrædda gjaldtöku ekki framkvæmanlega að teknu tilliti til ákvæða stjórnarskrár vegna vandkvæða við að afmarka skilyrði gjaldtökunnar með nægilega skýrum hætti. Fjármálaeftirlitið, sem er sjálfstætt stjórnvald, getur í skjóli valdheimilda sinna, aflað upplýsinga um eðli vandans og umfang. Í ályktun starfshópsins kemur að til greina komi að beita viðurlaga- og úrbótaheimildum stofnunarinnar ef tafir á endurútreikningi eru að hennar mati umtalsverðar og óréttlætanlegar. Svör viðskiptabankanna þriggja benda til þess að endurútreikningi gengistryggðra lána eigi að verða lokið fyrir næstu áramót en áætlanir Dróma og Lýsingar virðast vera meiri óvissu háðar. Það er einnig mat starfshópsins að úrlausn ágreinings um gengistryggð lán gefi ásamt öðru tilefni til að endurskoða starfshætti úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í því skyni að tryggja betri eftirfylgni með úrskurðum hennar. Fjármála- og efnahagsmálaráðherra hefur hafið vinnu við endurskoðun á samþykktum nefndarinnar.9. Níundi liður fjallar um að stimpilgjöld af lánsskjölum verði endurskoðuð og stefnt að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á húnæði til eigin nota. Um þennan lið er það að segja að frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um afnám stimpilgjalda af lánsskjölum í samræmi við þingsályktunina. Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald af lánsskjölum verði afnumið en stimpilgjald vegna eignaryfirfærslna fasteigna hækkað um 0,4% í tilviki einstaklinga. Einnig er með frumvarpinu lögð til mikil einföldun á framkvæmd og innheimtu gjaldsins. Með afnámi stimpilgjalda af lánsskjölum dregur úr kostnaði við lántöku og einnig mun sú aðgerð auka hreyfanleika viðskiptavina milli banka og stuðla þannig að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.10. Í tíunda lið segir að Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Um þennan lið er það að segja að frumvarp um þetta efni var samþykkt á Alþingi í september. Undirbúningur Hagstofunnar eftir samþykkt laga nr. 104/2013 hefur falist í tvenns konar aðgerðum. Í fyrsta lagi tæknilegum undirbúningi um þætti sem varða gagnasendingar og gagnaöryggi. Má þar nefna tæknilega útfærslu á afnámi persónuauðkenna í gagnasendingum og aðferðum við að skipta út auðkenni fyrir kennitölur í þeim gögnum sem unnið verður með. Þá hefur verið samið við utanaðkomandi sérfræðing um yfirferð öryggismála og gerð tillagna um aðgerðir vegna öryggisvottunar hjá Hagstofunni. Í öðru lagi undirbúningur að afhendingu gagna og hefur þegar verið rætt við Íbúðalánasjóð vegna málsins og á næstu dögum verða fundir haldnir með stærstu fjármálafyrirtækjunum. Herra forseti. Eins og sést á þessari yfirferð gengur framkvæmd þingsályktunarinnar samkvæmt áætlun. Það er mjög gleðilegt og það er von mín að góð samstaða myndist á Alþingi um þau mál sem enn eiga eftir að koma til kasta Alþingis vegna þessarar þingsályktunar. Íslensk heimili eiga það skilið.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðustól í dag.Mynd/GVA
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira