Íslenska landsliðið spilaði manni fleiri í meira en 50 mínútur eftir að Mario Mandzukić fékk beint rautt spjald á 38. mínútu. Mandzukić hafði áður komið Króatíu í 1-0 á 27. mínútu.
Íslenska liðið náði ekki að nýta sér það og þar nóg þungt skelfileg byrjun á seinni hálfleiknum þar sem stórsókn tíu Króata endaði með því að Darijo Srna kom Króatíu í 2-0 á 47. mínútu. Það urðu síðan lokatölurnar í leiknum.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Maksimir-leikvanginum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan.







