Gana og Alsír tryggðu sér í kvöld farseðilinn á HM í Brasilíu og þar með er ljóst hvaða fimm Afríkuþjóðir verða með í úrslitakeppninni næsta sumar. Fílabeinsströndin, Nígería og Kamerún höfðu áður tryggt sig inn á HM 2014.
Gana var að tryggja sér sæti á sínu þriðja heimsmeistaramóti en Alsír verður með á sínu fjórða HM næsta sumar. Báðar þjóðir voru á síðasta HM sem fór fram í Suður-Afríku 2010.
Gana tapaði reyndar 1-2 í Egyptalandi í kvöld en aðeins stórslys hefði komið í veg fyrir sæti á HM í Brasilíu þar sem Ganamenn unnu fyrri leikinn 6-1.
Amr Zaki og Mohamed Nagy komu Egyptum í 2-0 í leiknum í kvöld en Kevin-Prince Boateng minnkaði muninn í lokin. Gana vann því samanlagt 7-3 og er komið inn á þriðja heimsmeistaramótið í röð (13. sæti á HM 2006 - 7. sæti á HM 2010).
Alsír sló út spútniklið Búrkína Fasó. Þvögumark kom Alsís á HM en Alsír nægði 1-0 heimasigur á Búrkína Fasó til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Búrkína Fasó vann fyrri leikinn 3-2.
Madjid Bougherra tæklaði boltann á endanum í markið í kjölfarið á miklu klafsi eftir aukaspyrnu. Bakary Kone var að reyna að hreinsa frá en boltinn fór í Bougherra og í markið.
Gana og Alsír síðustu Afríkuþjóðirnar inn á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn




Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

